Jæja enn einn sunnudagurinn runninn upp og nú er tæp vika í klúppinn góða. Við munum á ný hittast í Fjarðarási 16 á heimili tengdaforeldra minna. Börnin verða hjá Pabba og Erlu og fá þau miklar fyrirfram þakkir fyrir.
Þar sem að svo fáir lesa þetta blogg þá er þemað í klúppnum þetta:

æ nei bíð kannski með þetta.


Sólrún er núna að baka bollur og ég var að enda við að taka aðeins til í Sardiníu. Maður hefði nú haldið að slíkt væri lítið mál í 20 fermetrum en svo er ekki.

Matthías er orðinn ansi hreyfanlegur og grípur í allt og alla. Hann virðist hafa náð skriðtækninni betur en systkini sín. Jæja best að hætta í bili. Ég stefni á að skella mér í sund með Alexander og Dísu og það er alltaf fjör.

þar til síðar...

Arnar

ps. sá það rétt í þessu að Raggi verður bílstjóri og er það vel enda maðurinn snarvitlaus með víni.

Ummæli

Vinsælar færslur